Lög og reglugerðir

Úrskurður aganefndar - 25.2.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 25. febrúar, var leikmaður ÍBV, Einar Hlöðver Sigurðsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign ÍBV og Fylkis í R1-riðli A-deildar Deildarbikars karla 20. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

Sjálfkrafa leikbönn í Deildarbikar - 23.2.2005

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst, líkt og gert er á hverju ári. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum um gul og rauð spjöld og því að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega.

Lesa meira
 

Nýjar reglur varðandi lyfjamál - 22.2.2005

Kynntar hafa verið nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFA. Helstu breytingar eru þær að nú þurfa allir leikmenn innan knattspyrnuhreyfingarinnar að sækja um undanþágu fyrir efni sem þeir nota af læknisfræðilegum ástæðum og eru á bannlista WADA. Lesa meira
 

Reglur um skráningu á úrslitum og leikskýrslum - 21.2.2005

Reglum um skráningu á úrslitum leikja og leikskýrslum í gagnagrunn KSÍ hefur verið breytt til að auðvelda áhugafólki um knattspyrnu og fjölmiðlum aðgengi að upplýsingum um knattspyrnumót á Íslandi. Lesa meira
 

Breytt aldursskipting kvennaflokka - 21.2.2005

Vegna breyttrar aldursflokkaskiptingar kvenna reyndist nauðsynlegt að gera breytingar á viðeigandi ákvæðum reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót á nýliðnu ársþingi KSÍ. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 17.2.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 24. janúar breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og miniknattspyrnu. 59. ársþing KSÍ staðfesti fyrrgreindar breytingar og taka þær þegar gildi. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - 12.2.2005

Nú stendur yfir 59. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Að venju verða ýmis mál tekin fyrir og verða upplýsingar birtar hér á vef KSÍ eftir því sem líður á þingið. Lesa meira
 

Ársreikningur og fjárhagsáætlun samþykkt - 12.2.2005

Umræðu um skýrslu stjórnar og ársreikning KSÍ fyrir 2004 er lokið og samþykkti þingið ársreikninginn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var einnig samþykkt. Næst verða teknar fyrir þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Niðurstöður verða birtar þegar afgreiðslu hverrar tillögu er lokið. Lesa meira
 

Tillögur og niðurstöður - 12.2.2005

Nú stendur yfir umfjöllun um þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Smellið hér að neðan til að skoða tillögurnar og afgreiðslu þeirra (hægrismellið og veljið refresh til að sjá nýjustu uppfærslur). Niðurstöður eru færðar inn um leið og afgreiðslu hverrar tillögu er lokið. Lesa meira
 

59. ársþingi KSÍ lokið - 12.2.2005

Ársþing KSÍ fór fram á Hótel Loftleiðum í dag, laugardag. Helstu niðurstöður þingsins, afgreiðslu tillagna og annarra mála má sjá í fréttunum hér fyrir neðan.Lesa meira

 

59. ársþing KSÍ á laugardag - 9.2.2005

Næstkomandi laugardag fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Þingfulltrúar á ársþingi KSÍ - 8.2.2005

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 87 fulltrúa, en 119 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu. Lesa meira
 

Ársreikningur KSÍ 2004 - 4.2.2005

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning sinn fyrir 2004. Hagnaður varð af heildarrekstri KSÍ á árinu, alls 45,9 milljónir króna, en þá hefur verið tekið tillit til 21,6 milljóna króna framlags til aðildarfélaga. Lesa meira
 

Áhugaverðar tillögur fyrir þinginu - 4.2.2005

Ársþing KSÍ fer fram 12. febrúar næstkomandi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Aðildarfélög eiga að skila kjörbréfum sínum í síðasta lagi í dag, 4. febrúar. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 1.2.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 31. janúar, var leikmaðurinn Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, 2. fl. karla Fjölni, úrskurðaður í tímabundið keppnisbann í öllum leikjum á vegum KSÍ til þriggja mánaða vegna brottvísunar 23. janúar.

Lesa meira
 Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög