Leyfiskerfi
Breiðablik

Fundir með fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra Breiðabliks

Farið ítarlega yfir þjónustu við fjölmiðla og mál tengd öryggi og gæslu

10.5.2011

Leyfisstjóri fundaði með fulltrúum Breiðabliks í byrjun mánaðarins. Þessi fundur er liður í því að aðstoða félögin sem undirgangast leyfiskerfið og tryggja að þau uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Farið er yfir öll helstu mál í leyfisreglugerð og Handbók leikja tengd öryggi og fjölmiðlum. Aðstæður skoðaðar á völlum félaganna, farið yfir hagnýt atriði, þjónustu, staðsetningar og annað sem skiptir máli tengt gæslu og þjónustu við fjölmiðla.

Daginn eftir heimsóknina/fundinn sendir leyfisstjóri skýrslu á viðkomandi félag með tölvupósti, þar sem farið er yfir hvað gekk vel og hvað mætti betur fara. Hér að neðan er yfirlit yfir fundina og þá sem tóku þátt fyrir hönd félaganna. 

Breiðablik

Fundað á Kópavogsvelli 3. maí 2011

  • Svavar Jósefsson framkvæmdastjóri
  • Helgi Þór Jónasson fjölmiðlafulltrúi
  • Haukur Ingi Jónsson öryggisstjóri
  • Ólafur Björnsson meistaraflokksráðiLeyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög