Leyfiskerfi
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur fjárhagsgagna liðinn

Gögn fimm félaga fóru í póst

22.2.2011

Lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna var mánudaginn 21. febrúar.  Allir leyfisumsækjendur héldu sig innan tímamarka.  Reyndar voru gögn fimm félaga póstlögð á mánudag, en sýni póststimpillinn 21. febrúar eru tímamörk uppfyllt.

Á meðal þeirra ganga sem félögin skila nú eru endurskoðaðir ársreikningar, staðfestingar á engum vanskilum við leikmenn og þjálfara, auk ýmissa annarra staðfestinga á fjárhagslegum þáttum og yfirlýsinga tengdum þeim.

Leyfisstjórn mun fara yfir gögnin í vikunni, gera viðeigandi athugasemdir þar sem við á, og vinna með viðkomandi félögum að úrbótum.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög