Leyfiskerfi
FH

FH þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila fjárhagsgögnum

Lokaskiladagur gagna er 21. febrúar

15.2.2011

FH varð þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila endurskoðuðum ársreikningi fyrir síðasta ár, ásamt fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni vegna keppnistímabilsins 2011.  Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík höfðu áður skilað.

Víkingur Ólafsvík er eina 1. deildarfélagið sem er komið á blað.  Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. Lokaskiladagur þessara gagna er mánudagurinn 21. febrúar.


Úr leyfisreglugerð KSÍ:

b) Tímamörk ekki uppfyllt.
Ef leyfisumsækjandi uppfyllir ekki sett tímamörk um framlagningu leyfisgagna skal hann sæta viðurlögum. Við ákvörðun þeirra skal taka mið af því hve alvarlegt brotið er. Eftirfarandi viðurlögum er hægt að beita:
- Viðvörun og sekt; við fyrsta brot skal beita dagsektum að upphæð kr 2.500 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr 50.000.
- Áminning og sekt; við ítrekað brot skal skal beita dagsektum að upphæð kr 5.000 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr 100.000.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög