Leyfiskerfi
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila fjárhagsgögnum

Suðurnesjaliðin í Pepsi-deildinni í forystu í skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum

11.2.2011

Grindvíkingar hafa skilað skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og fylgja þar með fast á hæla Keflvíkinga, sem voru fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila.  Suðurnesjaliðin í Pepsi-deildinni tóku því forystu í skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum í ár.  Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. 

Skiladagur fjárhagslegra gagna er 21. febrúar í ár.  Víkingur Ólafsvík, sem leikur í 1. deild og hefur eitt félaga í þeirri deild skilað, skilaði sínum gögnum 17. janúar, en ekkert félag í sögu leyfiskerfis KSÍ hafði fram að því skilað gögnum í fyrsta mánuði ársins.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög