Leyfiskerfi
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fjárhagsgögnum

Lokaskiladagur er fyrr en 20. febrúar

4.2.2011

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, fyrst félaga í Pepsi-deild.  Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. 

Félag í efstu deild hefur aldrei áður skilað fjárhagsgögnum svo snemma, enda er skiladagur þeirra gagna að öllu jöfnu 20. febrúar, samkvæmt leyfisreglugerð.  Keflvíkingar voru reyndar ekki fyrstir allra að skila fjárhagsgögnum, því Víkingur Ólafsvík, sem leikur í 1. deild, skilaði sínum gögnum 17. janúar, en ekkert félag í sögu leyfiskerfis KSÍ hafði fram að því skilað gögnum í fyrsta mánuði ársins.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög