Leyfiskerfi
Leyfiskerfi - Fundur með endurskoðendum í janúar 2011

Vel sóttur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar

Endurskoðendur félaga og aðrir fulltrúar mættu

12.1.2011

Á þriðjudag var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ sérstakur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar KSÍ.  Endurskoðendum og öðrum fulltrúum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ var boðið til fundarins og var hann vel sóttur.  Endurskoðendur 16 af þeim 25 félögum (Pepsi-deild, 1. deild, Njarðvík) sem undirgangast leyfiskerfið mættu á fundinn, auk annarra fulltrúa félaganna. 

Ómar Smárason leyfisstjóri KSÍ fór stuttlega yfir hvers vegna boðað var til fundarins og skýrði hlutverk leyfisstjóra í leyfisferlinu.  Ákveðinn munur hefur verið á því hvernig fjárhagsgögn eru unnin frá einu félagi til annars og með þessum fundi var reynt að kynna verkefnið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara. 

Leyfiskerfi - Fundur með endurskoðendum í janúar 2011

Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs og stjórnarmaður í KSÍ fór yfir grunnatriði leyfiskerfisins og helstu breytingar milli ára og endurskoðendurnir Björn Victorsson og Stefán Franklín fóru ítarlega yfir fjárhagskafla leyfisreglugerðarinnar, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.

Fundarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með fundinn og voru jafnframt sammála um að með tilkokmu leyfiskerfisins hefðu orðið miklar og jákvæðar breytingar á allri umgjörð og vinnu við fjárhagslega þætti þeirra félaga sem undirgangast kerfið.

Glærur - Yfirferð Björns og Stefáns á fjárhagshluta leyfisreglugerðar

Leyfiskerfi - Fundur með endurskoðendum í janúar 2011

 
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög