Leyfiskerfi
Knattspyrnusamband Íslands

Skilafrestur leyfisgagna er til mánudagsins 17. janúar

Átta félög hafa þegar skilað

11.1.2011

Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til mánudagsins 17. janúar og var fresturinn framlengdur um tvo daga þar sem eiginlegur skiladagur samkvæmt leyfisferlinu kemur upp á laugardegi. 

Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum, eða þriðjungur leyfisumsækjenda í þeim tveimur deildum sem undirgangast leyfiskerfið, þannig að 2/3 hlutar eiga eftir að skila. 

Pepsi-deildarfélögin sem hafa skilað þegar þetta er ritað eru sjö talsins (Breiðablik, FH, Fylkir, Grindavík, Keflavík, KR, Valur), en aðeins eitt félag í 1. deild hefur skilað (KA).

Minnt er á neðangreint úr leyfisreglugerðinni:

b) Tímamörk ekki uppfyllt.
Ef leyfisumsækjandi uppfyllir ekki sett tímamörk um framlagningu leyfisgagna skal hann sæta viðurlögum. Við ákvörðun þeirra skal taka mið af því hve alvarlegt brotið er. Eftirfarandi viðurlögum er hægt að beita:
- Viðvörun og sekt; við fyrsta brot skal beita dagsektum að upphæð kr 2.500 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr 50.000.
- Áminning og sekt; við ítrekað brot skal skal beita dagsektum að upphæð kr 5.000 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr 100.000.
- Stigatap; við alvarlegt og ítrekað brot er jafnframt heimilt að draga allt að 3 stig frá félaginu í deildarkeppninni.
Ítrekunarkvöð fellur niður ef tímamörk hafa verið uppfyllt í 3 ár samfleytt.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög