Leyfiskerfi
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladögum í leyfisferlinu ýtt aftar

Báðir skiladagar koma upp á helgi

7.1.2011

Skiladögum leyfisgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2011 hefur verið ýtt eilítið aftar, þar sem þeir lenda báðir á helgi.  Skilafrestur gagna, annarra en fjárhagslegra, hefur verið framlengdur til 17. janúar, þar sem 15. janúar er á laugardegi.  Skilafrestur fjárhagsgagna hefur jafnframt verið framlengdur til 21. febrúar, þar sem 20. febrúar er á sunnudegi. 

Eflaust kemur þetta einhverjum leyfisumsækjendum vel, sem fá þarna smá aukafrest til að ganga frá viðeigandi gögnum áður en þau skila þeim til leyfisstjórnar, ef þörf er á.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög