Leyfiskerfi
Fylkir og FH

FH og Fylkir hafa skilað leyfisgögnum

Þar með hefur helmingur Pepsi-deildar félaga skilað gögnum

17.12.2010

Þegar þetta er ritað hefur helmingur félaga í Pepsi-deild skilað fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum.  FH skilaði sínum gögnum miðvikudaginn 15. desember og Fylkir skilaði síðan gögnum sínum í dag, föstudag.

Þau gögn sem félögin skila núna, og reyndar er skiladagurinn 15, janúar, snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum, þ.e. lagalegum og knattspyrnulegum þáttum, menntun og reynslu lykilstarfsmanna, þjálfaramenntun í meistaraflokki og yngri flokkum, uppeldi ungra leikmanna, mannvirkjaþáttum og fleiru.

Leyfisstjórn mun í framhaldinu fara yfir gögnin, gera viðeigandi athugasemdir ef þörf er á, og vinna að úrbótum með félögunum.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög