Leyfiskerfi
Valur_101

Valsmenn fyrstir til að skila fjárhagsgögnum 2010

Síðasti skiladagur er 22. febrúar

16.2.2010

Valsmenn urðu á mánudag fyrstir félaga til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn vegna keppnistímabilisins 2010.  Valsmenn, sem leika í Pepsi-deild, skiluðu endurskoðuðum ársreikningi ásamt ýmsum fylgigögnum og staðfestingum.

Fjárhagsgögnum fylgja fjölmargar staðfestingar, s.s. á því að engin vanskil séu við leikmenn, þjálfara og aðra starfsmenn, sem og við önnur knattspyrnufélög vegna félagaskipta.

Von er á gögnum frá fleiri félögum á næstu dögum, en venju samkvæmt berast væntanlega gögn flestra félaga á lokaskiladegi, sem er mánudagurinn 22. febrúar.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög