Leyfiskerfi
Knattspyrnusamband Íslands

Greiðsla til þeirra 24 félaga sem undirgengust leyfiskerfið

Félögin hljóta greiðslu samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ

7.4.2008

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2008 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna.  Heildarupphæð greiðslunnar er kr. 6.000.000.

Stjórnin ákvað að greiða hverju félagi í Landsbankadeild karla og 1. deild karla kr. 250.000 vegna vinnu við undirbúning leyfisumsókna fyrir keppnistímabilið 2008.  Þessi félög eru:

Landsbankadeild

 • Breiðablik
 • FH
 • Fjölnir
 • Fram
 • Fylkir
 • Grindavík
 • HK
 • ÍA
 • Keflavík
 • KR
 • Valur
 • Þróttur R.

1. deild

 • Fjarðabyggð
 • Haukar
 • ÍBV
 • KA
 • KS/Leiftur
 • Leiknir R.
 • Njarðvík
 • Selfoss
 • Stjarnan
 • Víkingur Ól.
 • Víkingur R.
 • ÞórLeyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög