Leyfiskerfi
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð kemur aftur saman í hádeginu á miðvikudag

Lokafundur ráðsins - Ákvarðanir um þátttökuleyfi teknar

17.3.2008

Leyfisráð fundaði í dag, mánudag, og fór yfir leyfisumsóknir félaganna 24 sem sóttu um þátttökuleyfi í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla - Landsbankadeild og 1. deild. 

Ákveðið var að óska eftir frekari gögnum frá nokkrum félögum úr báðum deildum og hefur viðkomandi félögum verið veittur frestur til miðvikudags til að skila inn þeim gögnum.  Leyfisráð mun funda kl. 12:00 á miðvikudag og verða þá teknar lokaákvarðanir varðandi veitingu þátttökuleyfa fyrir keppnistímabilið 2008.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög