Leyfiskerfi
UEFA

Sóttu vinnufund um leyfisstaðal UEFA

Leyfisstjóri og formaður leyfisráðs sóttu vinnufund UEFA um leyfisstaðal 2.0

9.11.2006

Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, og Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs, sóttu á dögunum vinnufund um útgáfu 2.0 af leyfisstaðli UEFA. 

Fundurinn var haldinn í Vín, höfuðborg Austurríkis, og hann sátu einnig, auk fulltrúa UEFA, fulltrúar leyfismála í 16 öðrum aðildarlöndum UEFA, þar á meðal fulltrúar Norðurlandanna og þjóðanna á Bretlandseyjum.

Leyfisstaðall UEFA er í stuttu máli gæðahandbók fyrir knattspyrnusambönd og aðstoðar þau við að viðhalda ákveðnum gæðastaðli í vinnu sinni við leyfiskerfið.

Á meðan félögin sem gangast undir leyfiskerfi þurfa að uppfylla kröfur í leyfishandbókinni, þá þarf KSÍ sjálft að uppfylla þær kröfur sem UEFA gerir í leyfisstaðli sínum.

Eins og greint hefur verið frá mun KSÍ taka í notkun fyrir næsta keppnistímabil leyfishandbók 2.0, sem ná mun til Landsbankadeildar karla og 1. deildar karla.  Handbókin er unnin samkvæmt leyfishandbók UEFA, en er aðlöguð að íslenskum aðstæðum, eins og leyfishandbók 1.0, sem var í notkun keppnistímabilin 2003-2006.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög