Leyfiskerfi

KSÍ/FIFA auglýsir eftir starfsmanni

Starfið er tímabundið og starfshlutfallið 100%

4.4.2018

KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu. 

Helstu verkefni: 

  • Greiningarvinna á leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna. 
  • Starfsemi tengd leyfiskerfi KSÍ 
  • Vinna við reglugerðir 
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Lögfræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi 
  • Góð þekking á knattspyrnu og helst bakgrunnur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. 
  • Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og ensku. 
  • Góð þekking á forritum Office og hvers kyns tölvuvinnslu 
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi. 
  • Góð samskiptafærni 
Starfið er tímabundið frá 1. júní til 31. desember 2018. 

Upplýsingar veitir Haukur Hinriksson lögfræðingur hjá KSÍ í síma 510-2900.

Umsóknum skal skilað með tölvupósti til haukur@ksi.is eigi síðar en 16. apríl nk.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög