Leyfiskerfi

Leyfiskerfi KSÍ - Félögin skila gögnum

16.1.2004

Fimmtudaginn 15. janúar rann út frestur til að skila gögnum, öðrum en fjárhagslegum, sem fylgja eiga umsóknum um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2004, samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ. Öll félögin 10 hafa skilað gögnunum. Næstu daga mun leyfisstjóri fara yfir gögnin og gera tillögur um úrbætur ef þurfa þykir. Næsta lykildagsetning er 15. febrúar, en þá eiga félögin að skila fjárhagslegum gögnum, sem innihalda m.a. endurskoðaðan ársreikning. Lesa má meira um Leyfiskerfi KSÍ á Leyfisvefnum.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög