Leyfiskerfi
Ldv_2012_Atburdir-279

18 þátttökuleyfi samþykkt á fyrri fundi leyfisráðs

6 félögum gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum

13.3.2015

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 fór fram í vikunni.  Fyrir fundinum lágu umsóknir félaganna 24 í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild. 

Á fundinum kynnti leyfisstjóri stöðu mála hjá félögunum sem undirgangast leyfiskerfið, farið var yfir stöðu hvers félags um sig og fylgigögn með leyfisumsóknum skoðuð gaumgæfilega.  Umsóknir 18 félaga voru samþykktar, en 6 félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum. 

Leyfiskerfi - 2015:  Ákvarðanir
Félag Ákvörðun Athugasemd
BÍ/Bolungarvík Vikufrestur
Breiðablik Samþykkt 
FH Vikufrestur
Fjarðabyggð Samþykkt 
Fjölnir Samþykkt 
Fram Samþykkt 
Fylkir Samþykkt 
Grindavík Samþykkt 
Grótta Vikufrestur
Haukar Vikufrestur
HK Samþykkt 
ÍA Samþykkt 
ÍBV Vikufrestur
KA Samþykkt 
Keflavík Samþykkt 
KR Samþykkt 
Leiknir R. Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
Selfoss Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
Stjarnan Samþykkt 
Valur Vikufrestur
Víkingur Ól. Samþykkt 
Víkingur R. Samþykkt 
Þór Samþykkt 
Þróttur R. Samþykkt 

Málum tveggja félaga af þeim 18 sem fengu útgefið þátttökuleyfi verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.

Grein 22 - Dómgæsla og knattspyrnulögin

Leiknir og Selfoss uppfylltu ekki grein 22.  Enginn fulltrúi þessara félaga sótti fund KSÍ um dómgæslu og knattspyrnulögin á árinu 2014 og enginn sambærilegur fundur var haldinn á vegum viðkomandi félaga.  Málunum verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög