Leyfiskerfi

Fjárhagsgögnum skilað til leyfisstjórnar í vikunni

Ársreikiningur með viðeigandi áritun endurskoðanda og fylgigögn

17.2.2015

Skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 er föstudagurinn 20. febrúar og er viðbúið að gögnum muni rigna yfir leyfisstjórn á næstu dögum, þar sem ekkert félag hefur skilað þegar þetta er ritað. 


Samkvæmt kröfum sem lýst er í leyfisreglugerð skulu leyfisumsækjendur skila ársreikningi með viðeigandi áritun endurskoðanda (full áritun í Pepsi-deild karla, könnunaráritun í 1. deild karla), ásamt fylgigögnum.  Á meðal fylgigagna eru staðfestingar á að engin vanskil séu til staðar við önnur félög vegna félagaskipta, og við leikmenn og þjálfara.Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög