Leyfiskerfi

22 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum

Tvö félög fengu frest - nánast öll félög skila rafrænt

16.1.2015

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar og hafa 22 af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfið skilað gögnum.  Tvö félög hafa fengið skilafrest fram í næstu viku.  Rafræn skil hafa aukist mjög síðustu 2-3 árin og af þessum 22 félögum sem hafa skilað gerði 21 það eftir rafrænum leiðum.

Þau gögn sem leyfisumsækjendur skila í janúar snúa að þáttum eins og keppnisvöllum og æfingaaðstöðu, uppeldisáætlun ungra leikmanna og menntun þjálfara, lagalegum þáttum og starfsfólki og stjórnun félagsins.  Skiladagur fjárhagslegra gagna er 20. febrúar og leyfisráðið kemur saman til leyfisveitingar í byrjun mars.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög