Leyfiskerfi
Haust í Laugardalnum

Endurskoðendum kynntar nýjar fjárhagsreglur

Fundað með endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ

11.1.2013

Á fimmtudag var haldinn árlegur fundur með endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Aðrir fulltrúar félaganna voru jafnframt velkomnir.  Fundir sem þessir hafa gefið góða raun og þau viðbrögð sem leyfisstjórn hefur fengið vegna þeirra hafa verið afar jákvæð.  Með þessum fundum er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila. 

Ómar Smárason leyfisstjóri fór stuttlega yfir hlutverk leyfisstjóra í leyfisferlinu. 

Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs fór svo stuttlega yfir helstu breytingar á reglugerðinni milli ára, og þá sérstaklega þær breytingar sem snúa að fjárhagslegum þáttum. 

Þá fór endurskoðandinn Björn Victorsson, sem er sérfræðingur leyfisstjórnar í fjárhagslegum þáttum, ítarlega yfir nýjar reglur um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga, sem taka gildi í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.

Glærukynning Lúðvíks

Glærukynning Björns Inga
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög