Leyfiskerfi
Ldv_2010_Atburdir-214

Árleg gæðaúttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ fer fram á föstudag

Alþjóðlega vottunarfyrirtækið SGS sér um úttektina

8.8.2012

Næstkomandi föstudag fer fram árleg gæðaúttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ.  Allt skipulag KSÍ í tengslum við leyfiskerfið er skoðað, vinnulag og vinnureglur, vinnuferli, meðferð gagna s.s. skjalastýring og margt fleira.  Úttektin er sem fyrr framkvæmd af alþjóðlegu vottunarfyrirtæki, SGS, sem hefur höfuðstöðvar í Sviss. 

Fulltrúi SGS/UEFA eyðir einum degi með leyfisstjóra KSÍ við yfirferð kerfisins.  Komi upp athugasemdir geta þær verið tvenns konar, annað hvort meiriháttar (major) eða minniháttar (minor).  Meiriháttar athugasemd getur leitt til þess að viðkomandi knattspyrnusamband er svipt leyfinu til að reka leyfiskerfi, séu fullnægjandi úrbætur ekki gerðar innan tímamarka, og tekur UEFA þá yfir rekstur þess meðan unnið er að úrbótum.  Slíkt hefur gerst í nokkrum aðildarlöndum UEFA frá því leyfiskerfi var tekið upp í Evrópu árið 2003.  Minniháttar athugasemd leiðir ekki til sviptingar, en getur þýtt að viðkomandi knattspyrnusamband þurfi að sæta öðrum viðurlögum.

KSÍ hefur aldrei fengið meiriháttar athugasemd og mest tvær minniháttar.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög