Leyfiskerfi

22 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2015

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar og hafa 22 af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfið skilað gögnum.  Tvö félög hafa fengið skilafrest fram í næstu viku.  Rafræn skil hafa aukist mjög síðustu 2-3 árin og af þessum 22 félögum sem hafa skilað gerði 21 það eftir rafrænum leiðum.

Lesa meira
 
Fundað með endurskoðendum um leyfismál

Fundað með endurskoðendum félaga um leyfismál - 12.1.2015

Í síðustu viku var haldinn vinnufundur fyrir endurskoðendur þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Um er að ræða árlegan janúarfund, þar sem farið er yfir breytingar á leyfisreglugerð milli ára, sem og áhersluatriði og hagnýta þætti.

Lesa meira
 

10 dagar í skil á leyfisgögnum - 5.1.2015

Þann 15. janúar næstkomandi er skiladagur leyfisgagna.  Þá skila þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (félögin 24 í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) gögnum sem snúa að fjórum köflum leyfiskerfisins, þ.e.e öllum öðrum en fjárhagslegum. Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög