Leyfiskerfi
Gæðastimpill SGS

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ framlengd til 2015

Árleg gæðaúttekt UEFA/SGS fór fram í síðustu viku

11.8.2014

Í síðustu viku framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ hefur verið framlengt í eitt ár.

Úttektin er sem fyrr segir framkvæmd árlega og er gæðavottun gefin út til eins árs í senn. 

Athugasemdir SGS geta verið af tvennum toga, annars vegar meiriháttar (major) og hins vegar minniháttar (minor).  Sé um meiriháttar athugasemd að ræða missir viðkomandi knattspyrnusamband leyfið til að reka leyfiskerfi og færist reksturinn þá til UEFA.  Sé um minniháttar athugasemd að ræða getur viðkomandi knattspyrnusamband þurft að sæta viðurlögum, sé ekki brugðist við athugasemdum með viðeigandi hætti.  Loks á SGS þann möguleika að koma með ábendingar (recommendation) um smávægileg atriði, breytingar sem mætti gera til að bæta ákveðna þætti.

Skemmst er frá því að segja að KSÍ fékk enga athugasemd að þessu sinni, hvorki meiriháttar né minniháttar, en fékk þó tvær ábendingar - önnur snýr að markmiðasetningu innan leyfisstjórnar og hin að skráningu erinda frá leyfisumsækjendum.  

Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ var því staðfest og framlengd um eitt ár.Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög