Leyfiskerfi

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2014

Miðvikudaginn 15. janúar var skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra.  Alls skiluðu 23 af félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið sínum gögnum innan tímamarka, þ.e. fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014, en eitt félag fékk framlengingu á skilafresti.

Lesa meira
 
Flodljos2005

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2014 - 15.1.2014

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Góður gangur í leyfismálum - 14.1.2014

Góður gangur er í leyfismálunum og leyfisgögn félaga streyma inn til leyfisstjórnar, enda er skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, miðvikudagurinn 15. janúar.  Nú þegar hafa 10 félög af 24 skilað, og von er á fleirum fyrir lok dags.

Lesa meira
 
Fjallað um fjárhagslegar viðmiðunarreglur

Fundað með endurskoðendum um fjárhagslegar viðmiðunarreglur - 10.1.2014

Á fimmtudag var fundað með endurskoðendum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ. 

Megininntak fundarins að þessu sinni var yfirferð á reglum um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga, sem taka gildi í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.

Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög