Leyfiskerfi
Nystuka2007-0144

Fundað með leyfisfulltrúum félaga 2014

Farið yfir breytingar á reglugerð og ýmis hagnýt atriði

5.12.2013

Á vinnufundi með leyfisfulltrúum félaga, sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag fimmtudag, var farið yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði, auk þess sem ítarlega var farið yfir nýjar fjárhagsreglur um hámarksskuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga.

Á fundinum fór Ómar Smárason leyfissstjóri KSÍ yfir hagnýt atriði og vinnulag tengt ýmsum greinum reglugerðarinnar og Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs fór yfir breytingar milli ára.  Megin þunginn var þó erindi þeirra Björns Inga Victorssonar og Birnu Maríu Sigurðardóttur frá Deloitte sem fóru yfir reglur um hámarksskuldabyrði og eiginfjárstöðu, og skýrðu einstaka atriði með dæmum.  Glærur frá fundinum má sjá með því að smella á hlekkina hér að neðan.
Fundurinn var, eins og greint er frá hér að ofan, haldinn í höfuðstöðvum KSÍ og voru fulltrúar 14 félaga af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið viðstaddir - 7 úr Pepsi-deild og 7 úr 1. deild.  Nokkur félög boðuðu forföll.Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög