Leyfiskerfi

Ldv_2011_Atburdir-147

Stífar fjárhagskröfur í leyfiskerfinu - 27.3.2013

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

16 þátttökuleyfi veitt á seinni fundi leyfisráðs - 18.3.2013

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrri keppnistímabilið 2013 fór fram föstudaginn 15. mars. Sextán félögum voru veitt þátttökuleyfi á fundinum, en átta félög höfðu fengið útgefin leyfi á fyrri fundi ráðsins mánudaginn 11. mars. Öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla hafa því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-038

Átta þátttökuleyfi gefin út á fyrri fundi leyfisráðs - 13.3.2013

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2013 fór fram á mánudag.  Leyfisstjóri kynnti stöðu mála hjá félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið.  Gefin voru út átta þáttökuleyfi, en afgreiðsla sextán félaga bíða seinni fundar leyfisráðs, sem fram fer á föstudag. 

Lesa meira
 
Björn Victorsson endurskoðandi að störfum við yfirferð leyfisgagna

Yfirferð leyfisgagna að ljúka - 1.3.2013

Fjárhagsleg leyfisgögn hafa borist frá öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013. Tveir endurskoðendur hafa yfirfarið gögnin ásamt leyfisstjóra síðustu daga og lýkur yfirferð þeirra í dag, föstudag.  Yfirferð gagna, annarra en fjárhagslegra, lauk jafnframt í vikunni.

Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög