Leyfiskerfi

Valur

Valsmenn hafa skilað gögnum með leyfisumsókn - 28.11.2011

Valsmenn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 og hafa þar með þrjú Pepsi-deildarfélög skilað gögnum. Ekkert 1. deildarfélag hefur enn skilað, en lokaskiladagur er ekki fyrr en 15. janúar, þannig að enn er nægur tími til stefnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi - 24.11.2011

Skrifstofu KSÍ berast reglulega spurningar um hin ýmsu leyfi sem gefin eru út.  Leyfin eru sem sagt þrenns konar:  Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi.  Og um hvað snúast þessi leyfi þá, er þetta allt um sama hlutinn, er þetta allt í leyfiskerfinu?

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila leyfisgögnum - 21.11.2011

Grindavíkingar skiluðu til leyfisstjórnar á laugardag leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa suðurnesjaliðin tvö í Pepsi-deildinni skilað, fyrst allra liða í ár, en Keflvíkingar skiluðu 15. nóvember.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2012 - 15.11.2011

Eins og kynnt var í frétt hér á síðunni í fyrri frétt hófst leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2012 einmitt í dag, 15. nóvember.  Keflvíkingar biðu ekki boðanna og skiluðu sínum leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum, og eru þar með fyrstir til að skila í leyfisferlinu í ár.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2012 hafið - 15.11.2011

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2012 verið nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið telst því formlega hafið!

Lesa meira
 
Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1

Ný leyfisreglugerð samþykkt - 2.11.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. október síðastliðinn nýja reglugerð fyrir leyfiskerfi KSÍ og tekur hún gildi frá og með leyfisferlinu sem hefst formlega þann 15. nóvember næstkomandi, þ.e. í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2012.

Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög