Leyfiskerfi

Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 25.1.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar að taka yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2011 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA-bikarsins.  Við þetta lækkar kostnaður félaganna um 30 milljónir króna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Gögn frá þremur félögum komin með pósti - 19.1.2011

Leyfisgögn frá þremur félögum í 1. deild bárust KSÍ með póstinum á þriðjudag.  Póststimpillinn á öllum sendingunum sýndi að sendingardagur var 17. janúar, og því teljast þessi félög hafa skilað innan tímamarka.  Félögin þrjú eru BÍ/Bolungarvík, ÍA og Víkingur Ólafsvík.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sex 1. deildarfélög hafa skilað í dag - 17.1.2011

Sex félög í 1. deild hafa í dag, mánudag, skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þrjú félög til viðbótar hafa sett gögn sín í póst og ef póststimpillinn sýnir 17. janúar teljast þau félög hafa skilað innan tímamarka.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Öll Pepsi-deildarfélögin hafa skilað - 17.1.2011

Öll félög í Pepsi-deild karla hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í deildinni 2011.  Stjarnan og Víkingur R. skiluðu gögnum sínum í dag, mánudag, og gögn Þórs bárust með pósti, en þau voru stimpluð á póstinum 13. janúar og telst það því skiladagur gagnanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fram, ÍBV, ÍR og Selfoss skiluðu leyfisgögnum - 14.1.2011

Selfyssingar, Eyjamenn og ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þar með hafa þrjú 1. deildarfélög skilað og átta Pepsi-deildarfélög.  Lokaskiladagur er mánudagurinn 17. janúar.

Lesa meira
 
Leyfiskerfi - Fundur með endurskoðendum í janúar 2011

Vel sóttur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar - 12.1.2011

Á þriðjudag var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ sérstakur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar KSÍ.  Fundurinn var vel sóttur og endurskoðendur 16 af þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið mættu á fundinn, auk annarra fulltrúa félaganna. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skilafrestur leyfisgagna er til mánudagsins 17. janúar - 11.1.2011

Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til mánudagsins 17. janúar og var fresturinn framlengdur um tvo daga þar sem eiginlegur skiladagur samkvæmt leyfisferlinu kemur upp á laugardegi.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladögum í leyfisferlinu ýtt aftar - 7.1.2011

Skiladögum leyfisgagna fyrir keppnistímabilið 2011 hefur verið ýtt eilítið aftar, þar sem þeir lenda báðir á helgi.  Eflaust kemur þetta einhverjum leyfisumsækjendum vel, sem fá þarna smá aukafrest til að ganga frá viðeigandi gögnum áður en þeim er skilað til leyfisstjórnar.

Lesa meira
 
KA

KA-menn skila leyfisgögnum - 7.1.2011

KA-menn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2011, öðrum en fjárhagslegum.  KA er það með fyrsta 1.deildarfélagið til að skila gögnum, en sjö félög í Pepsi-deild hafa skilað.

Lesa meira
 
Breiðablik

Leyfisgögn Breiðabliks komu milli jóla og nýárs - 3.1.2011

Breiðablik skilaði fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 milli þann 30. desember.  Um er að ræða gögn sem snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.  Þar með hafa 7 félög í Pepsi-deild skilað leyfisgögnum.. Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög