Leyfiskerfi
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Fundir með fjölmiðlafulltrúum og öryggisstjórum félaga 2010

Farið ítarlega yfir þjónustu við fjölmiðla og mál tengd öryggi og gæslu

10.7.2010

Leyfisstjóri hefur fundað með 11 af 12 félögum í Pepsi-deild karla á fyrstu tveimur mánuðum keppnistímabilsins.  Þessir fundir eru haldnir með það fyrir augum að tryggja að félögin sem undirgangast leyfiskerfið uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Farið er yfir öll helstu mál í leyfisreglugerð og Handbók leikja tengd öryggi og fjölmiðlum.  Aðstæður skoðaðar á völlum félaganna, farið yfir hagnýt atriði, þjónustu, staðsetningar og annað sem skiptir máli tengt gæslu og þjónustu við fjölmiðla. 

Daginn eftir heimsóknina/fundinn sendir leyfisstjóri skýrslu á viðkomandi félag með tölvupósti, þar sem farið er yfir hvað gekk vel og hvað mætti betur fara.  Hér að neðan er yfirlit yfir fundina og þá sem tóku þátt fyrir hönd félaganna.

Fram

 • Stefán Aðalbjörnsson öryggisstjóri og fjölmiðlafulltrúi
 • Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri

Fundað hjá KSÍ 7. maí 2010

Selfoss

 • Tómas Þóroddsson fjölmiðlafulltrúi
 • Erling Huldarsson öryggisstjóri

Fundað á Selfossi 7. maí 2010

Valur og Haukar

Event Management ehf. er með öryggisstjórnun hjá báðum félögum

 • Geir Garðarsson öryggisstjóri Hauka
 • Theodór Valsson öryggisstjóri Vals
 • Björgvin Brynjólfsson fjölmiðlafulltrúi Vals
 • Arnar Daði Arnarsson fjölmiðlafulltrúi Hauka

Fundað á Vodafone-vellinum 10. maí 2010

Grindavík

 • Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri
 • Bergsteinn Ólafsson öryggisstjóri
 • Sigurður Enoksson fjölmiðlafulltrúi

Fundað í Grindavík 17. maí 2010

Stjarnan

 • Einar Einarsson framkvæmdastjóri
 • Sara Rut Unnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi
 • Jóhann Ingi Jóhannsson öryggisstjóri

Fundað á Stjörnuvelli 20. maí 2010

KR

 • Ótthar Magni fjölmiðlafulltrúi
 • Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri

Fundað á KR-vellinum 25. maí 2010

Fylkir

 • Hermann Erlingsson öryggisstjóri
 • Örn Hafsteinsson framkvæmdastjóri

Fundað á Fylkisvellinum 7. júní 2010

ÍBV

 • Örn Hilmisson öryggisstjóri
 • Trausti Hjaltason framkvæmdastjóri

Fundað í Týsheimili við Hásteinsvöll 25. júní 2010

Keflavík

 • Hjördís Baldursdóttir fjölmiðlafulltrúi
 • Ólafur Birgir Bjarnason öryggisstjóri

Fundað á Sparisjóðsvellinum í Keflavík 4. júlí 2010

FH

 • Pétur Stephensen fjölmiðlafulltrúi og framkvæmdastjóri
 • Kristinn Jóhannesson öryggisstjóri
 • Fulltrúar Gæslu ehf., sem skaffa þjálfaða dyraverði og gæslumenn

Fundað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði 8. júlí 2010
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög