Leyfiskerfi

Knattspyrnusamband Íslands

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2010 - 31.3.2010

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Svör bárust frá 19 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
ÍA, HK og Víkingur R.

Þrjú félög í 1. deild uppfylla einnig allar lykilkröfur í Pepsi-deild - 23.3.2010

Þrjú félög í 1. deild karla uppfylla ekki eingöngu allar lykilkröfur leyfisreglugerðarinnar fyrir félög í 1. deild, heldur uppfylla þau einnig allar lykilkröfur fyrir félög í Pepsi-deildinni.  Þessi félög eru HK, ÍA og Víkingur R.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Átta þátttökuleyfi veitt á fundi leyfisráðs - 23.3.2010

Leyfisráð tók í dag fyrir leyfisumsóknir 8 félaga, þriggja félaga úr 1. deild karla og fimm félaga úr Pepsi-deild karla.  Félögin átta fengu öll þátttökuleyfi, en þremur félögum er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Seinni fundur leyfisráðs í dag - 23.3.2010

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fer fram í dag, þriðjudag.  Á fundi ráðsins fyrir viku síðan var 6félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum og afgreiðslu tveggja félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál voru skoðuð.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sextán félögum veitt þátttökuleyfi - 16.3.2010

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð fundar á þriðjudag - 12.3.2010

Leyfisstjórn hefur nú lokið yfirferð fjárhagslegra leyfisgagna félaga og gert tillögur um úrbætur þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til fundar á þriðjudag og verða þá teknar fyrir leyfisumsóknir félaga og þátttökuleyfi gefin út til þeirra félaga sem uppfylla allar lykilkröfur.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir hefur skilað fjárhagsgögnum - 5.3.2010

Fjölnismenn hafa nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og á þá aðeins eitt félag eftir að skila, Þróttur.  Lokaskiladagur var 22. febrúar og reiknast dagsektir frá þeim degi samkvæmt leyfisreglugerðinni.

Lesa meira
 Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög