Leyfiskerfi

Leyfiskerfi KSÍ fær gæðavottun

24.6.2004

Síðastliðinn miðvikudag fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið var framkvæmt af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins.

Skoðunin tókst vel í alla staði. Fram kom að skipulag leyfiskerfis KSÍ er mjög gott og mun fá gæðavottun frá SGS. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í leyfiskerfið hér á landi, bæði hjá KSÍ og félögum í Landsbankadeild karla, og hefur Ísland verið í fararbroddi á meðal aðildarþjóða UEFA í innleiðingu kerfisins frá byrjun.

Í skoðuninni tóku þátt Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Harri Kaartinen frá SGS, Hákon Jóhannesson, fulltrúi SGS á Íslandi, og Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög