Landslið
A landslið karla

Byrjunarliðið gegn Svartfellingum

Fyrsti knattspyrnulandsleikurinn milli þessara þjóða

29.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Svartfjallaland á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er þetta fyrsti knattspyrnulandsleikurinn milli þessara þjóða.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2)

Markvörður

 • Stefán Logi Magnússon

Hægri bakvörður

 • Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður

 • Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir

 • Ragnar Sigurðsson
 • Sölvi Geir Ottesen (fyrirliði)

Hægri kantmaður

 • Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

 • Emil Hallfreðsson

Miðtengiliðir

 • Eggert Gunnþór Jónsson
 • Kári Árnason

Framherjar

 • Gylfi Þór Sigurðsson
 • Birkir Bjarnason

Leikmönnum var kynnt byrjunarliðið á fundi í morgun, þar sem ítarlega var farið yfir taktík dagsins. Jafnframt var farið yfir leikmenn, leikaðferð og ýmsa aðra þætti varðandi svartfellska liðið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög