Landslið
NM-U16-kvenna-2012-logo

Norðurlandamót U16 kvenna haldið í Noregi 7. - 15. júlí

Verður haldið í Alta og Hammerfest

23.2.2012

Norðurlandamót U16 kvenna verður að þessu sinni haldið í Noregi, dagana 7. - 15. júlí.  Mótið verður haldið í bæjunum Alta og Hammerfest sem eru í Finnmörk, nyrst í Noregi.  Mótið er að venju gríðarlega sterkt því auk Norðurlandaþjóðanna mæta sterkar knattspyrnuþjóðir til leiks.

Auk heimastúlkna og Íslendinga leika á mótinu: Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland og Þýskaland.  Ísland leikur í riðli með Frökkum, Svíum og Finnum.

Hægt verður að fylgjast með fréttum af mótinu á heimasíðu mótsins en heimamenn ætla að kynna mótið vel og hafa m.a. gert stutt kynningarmyndband.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög