Landslið
Halgi Valur Daníelsson

"Við reynum auðvitað að vinna leikinn"

Helgi Valur Daníelsson í viðtali við japanska fjölmiðla

23.2.2012

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, var í viðtali við japanska fjölmiðla eftir æfingu í dag.  Aðspurður um væntingar til leiksins við Japan á föstudag hafði hann þetta að segja:  "Við reynum auðvitað að vinna leikinn, þannig að markmiðið er sigur.  En auðvitað er þetta fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara og það er verið að prófa ýmsa hluti.  Samt sem áður leggur þjálfarinn líka áherslu á að menn reyni að vinna alla leiki.  Við vonumst eftir hörkuleik og munum leggja okkur alla fram."

En eru Íslendingar undirbúnir, hvað vita þeir um japanska liðið?  "Við höfum aðeins kynnt okkur Japanina.  Við vitum að þeir eru mjög vinnusamir og skipulagðir, eldsnöggir, og við verðum að vera vel vakandi í varnarleiknum".

Eiga Íslendingar einhverja möguleika á að komast í lokakeppni HM?

"Við horfum til framtíðar.  Það er allt mögulegt í fótbolta og draumurinn er auðvitað að komast í lokakeppni stórmóts.  Með góðu skipulagi, aga og liðsheild, og ef við þekkjum okkar takmörk og nýtum styrkleika okkar vel, þá er allt í lagi að láta sig dreyma."

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög