Landslið

Góð frammistaða gegn heimsmeisturunum

17.2.2003

A-landslið kvenna tapaði gegn heimsmeisturum Bandaríkjamanna með einu marki gegn engu á sunnudagskvöld. Frammistaða íslenska liðsins var með miklum ágætum, bandaríska liðið var þarna að leika sinn 6. leik á árinu, en okkar stúlkur sinn fyrsta frá því í september. Heimamenn sóttu mun meira í leiknum en Mia Hamm gerði eina mark leiksins á 3. mínútu við mikinn fögnuð rúmlega 3.000 áhorfenda.


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög