Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 15. sæti á styrkleikalista FIFA

Aldrei verið hærra á styrleikalistanum

23.9.2011

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fer upp um 2 sæti frá síðasta lista en Bandaríkin tróna sem fyrr á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Af mótherjum Íslands í undankeppni EM eru Norðmenn í 12. sæti og hafa aldrei verið lægra á listanum.  Belgía er í 33. sæti listans, sæti á undan Ungverjum.  Búlgaría er í 49. sæti og Norður Írar í 64. sæti.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög