Landslið
Knattspyrnusamband Íslands

Þrír landsleikir á laugardaginn

Leikur hjá A landsliði kvenna og U19 kvenna

15.9.2011

Tvö íslensk kvennalandslið verða í eldlínunni næstkomandi laugardag en þrír landsleikir verða á dagskrá hér á landi þann dag.  Ísland mun hefja keppni í undankeppni EM U19 kvenna en riðill Íslands er leikinn hér á landi.  Ísland mætir Slóveníu á Vodafonevelli kl. 12:00 í fyrsta leik sínum og á sama tíma mætast, á Fjölnisvelli, Wales og Kasakstan.

Síðar um daginn, kl. 16:00, leika svo Ísland og Noregur í undankeppni EM A kvenna á Laugardalsvelli.  Miðasala á þann leik er í gangi á midi.is en miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri, en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Miðasala á Laugardalsvelli opnar svo kl. 12:00 á leikdag.

Það er um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að sjá fullt af spennandi leikjum næstkomandi laugardag.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög