Landslið
Vodafonevöllurinn

U21 karla - A-passar gilda inn á leik Íslands og Belgíu

Leikurinn fer fram á Vodafonevelli og hefst kl. 17:00

31.8.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM U21 karla.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Vodafonevellinum.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 1. september.

Miðasala er í gangi á midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn og hefst miðasala á Vodafonevellinum á leikdegi kl. 16:00.  Miðverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög