Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Belgíu á fimmtudaginn

Leikið á Vodafonevelli kl. 17:00

30.8.2011

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2013 fer fram fimmtudaginn 1. september.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum og hefst leikurinn kl. 17:00.  Ísland hefur leik í þessari keppni með þremur leikjum á heimavelli.

Næstu mótherjar Íslands verða svo Norðmenn en leikið verður við þá á Kópavogsvelli þriðjudaginn 6. september.  Englendingar sæka okkur svo heim 6. október en leikið verður við þá á Laugardalsvelli.

Miðsala á leik Íslands og Belgíu er í fullum gangi og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Einnig er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Norðmönnum.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög