Landslið
Sportmyndir_30P7424

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur

Leikið gegn Noregi ytra en Kýpur á heimavelli 6. september

25.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, hefur tilkynnt hópinn er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Leikið verður við Noreg á Ullevaal vellinum í Osló, föstudaginn 2. september en leikurinn við Kýpur verður á Laugardalsvellinum, þriðjudaginn 6. september.

Ólafur velur 22 leikmenn fyrir þessa leiki en Kristján Örn Sigurðsson verður í leikbanni í leiknum gegn Norðmönnum.

Ísland hefur leikið 29 leiki við Norðmenn og hafa þeir haft betur í 17 leikjum, 5 leikjum hefur lyktað með jafntefli en Íslendingar hafa farið með sigur í 7 leikjum.

Ísland og Kýpur hafa leikið 4 landsleiki og hafa Íslendingar unnið einu sinni en þremur hefur lokið með jöfnum hlut.

Miðasala á leikinn er þegar hafin og er hægt á kaupa miða hjá www.midi.is.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög