Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Belgíu og Noregi

Leikirnir fara fram á Vodafonevellinum 1. september og Kópavogsvelli 6. september

24.8.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 23 leikmenn í landsliðshóp til þess að taka þátt í leikjum gegn Belgíu og Noregi.  Leikirnir eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni fyrir EM 2013.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum fimmtudaginn 1. september en leikið verður við Norðmenn á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september.

Aðrar þjóðir í riðli Íslands eru England og Aserbaídsjan en þær mætast einmitt 1. september.

U21 hópur


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög