Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 124. sæti

Holland tekur efsta sætið af Spánverjum

24.8.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var nú í morgun er karlalandslið Íslands í 124. sæti og falla um þrjú sæti frá síðasta lista.  Holland er nú í efsta sæti listans og veltir Spánverjum úr því sæti.  Holland er því sjöunda þjóðin sem vermt hefur efsta sæti listans en hinar þjóðirnar eru auk Spánar: Argentína, Brasilía, Frakkland, Ítalía og  Þýskaland.

Framundan eru tveir landsleikir hjá Íslendingum í byrjun næsta mánaðar.  Leikð verður við Noreg (12. sæti) ytra 2. september en gegn Kýpur (76. sæti) hér heima 6. september.  Þetta eru leikir í undankeppni EM 2012 en lokaleikur Íslands í þeirri keppni er svo 7. október gegn Portúgal (8. sæti) á útivelli.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög