Landslið
Sportmyndir_30P7576

Miðasala hafin á Ísland-Kýpur

Síðasti heimaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012

18.8.2011

Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september.  Miðasala á leikinn er nú hafin á midi.is. 

Á meðan Portúgalir, Danir og Norðmenn berjast um efstu sætin í riðlinum keppast Íslendingar og Kýpverjar um að halda sér frá botni riðilsins.  Í ljósi sögu viðureigna þessara tveggja liða ættu möguleikar Íslands í leiknum að vera ágætir, því af fjórum viðureignum þessara liða í gegnum tíðina hafa Íslendingar unnið eina og hinum þremur hefur lyktað með jafntefli, síðast í þessari undankeppni, markalaust jafntefli ytra í mars á þessu ári.  Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu, kynslóðaskipti með mörgum ungum leikmönnum.

Skellum okkur öll á Laugardalsvöllinn og styðjum dyggilega við bakið á okkar strákum!  Áfram Ísland!

Miðaverð (í forsölu til og með 5. september)
Rautt Svæði, 3.000 kr (2.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)
Grænt Svæði, 1.500 kr (1.000 í forsölu)

ATH 50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði)

Miðasalan


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög