Landslið
Sportmyndir_30P7586

Byrjunarliðið gegn Ungverjum opinberað

Spennandi uppstilling hjá Óla Jóh.

10.8.2011

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A landsliðs karla, hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Ungverjum, en Ísland leikur vináttuleik gegn ungverska liðinu í dag og hefst leikurinn, sem er í beinni á Stöð 2 sport, kl. 17:45.

Uppstillingin er nokkuð spennandi og er um að ræða góða blöndu reynslumeiri leikmanna og svo leikmanna ú U21 liðinu sem lék íúrslitakeppni EM í Danmörku sumar.

Leikið verður með fjögurra manna vörn og einn varnartengilið þar fyrir framan.  Tveir sóknartengiliðir og svo eldfljótir vængmenn styðja við fremsta mann í sóknaraðgerðum.

Markvörður

Stefán Logi Magnússon

Bakverðir

Birkir Már Sævarsson og Indriði Sigurðsson

Miðverðir

Hermann Hreiðarsson fyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson

Varnartengiliður

Aron Einar Gunnarsson

Sóknartengiliðir

Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Bjarnason

Kantmenn

Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji

Heiðar Helguson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög