Landslið
EURO 2012

Miðasala á Noregur-Ísland í undankeppni EM 2012

Senda skal pantanir fyrir 19. ágúst

8.8.2011

Miðasala á viðureign Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin, en liðin mætast í Osló 2. september næstkomandi.

Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is fyrir 19. ágúst nk. til að tryggja miða. Upplýsingarnar sem fylgja þurfa pöntuninni eru:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Fjöldi miða
  • Greiðslukortanúmer og gildistími (hafið samband við Ragnheiði ef óskað er eftir öðrum greiðslumáta)
  • GSM númer

Miðinn á leikinn kostar ISK 8.500 (EUR 50).

Athugið að ekki eru seldir sérstakir barnamiðar.

Sendingarkostnaður  (ábyrgðarsending, ISK 1.200) leggst ofan á miðaverð ef senda á miðana á heimilisfang í Noregi og er miðaverð háð því að ekki verði verulegar gengisbreytingar. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög