Landslið
A landslið karla

Breytingar á landsliðshópnum gegn Ungverjum

Fimm leikmenn út - Fjórir leikmenn inn

8.8.2011

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópnum hjá A-landsliði karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum á miðvikudag.  Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni og í staðinn hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallað á fjóra.

Gylfi Þór Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Kolbeinn Sigþórsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson hafa allir dregið sig úr hópnum vegna meiðsla.

Í þeirra stað koma Matthías Vilhjálmsson, Arnór Smárason, Hjörtur Logi Valgarðsson og Elfar Freyr Helgason.

Leikurinn fer fram á Ferenc Puskas vellinum í Búdapest og hefst kl. 17:45 að íslenskum tíma.  Þetta er tíunda viðureign þjóðanna og hafa Ungverjar haft betur í sex leikjum en Íslendingar í þremur.  Þjóðirnar voru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2006 og höfðu Ungverjar þá betur í báðum leikjum, heima og úti, 3 - 2.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög