Landslið
U17 landslið karla

NM U17 karla - Íslensku liðin leika um gull og brons

Leikið um sæti á Norðurlandamót U17 karla í dag

7.8.2011

Í dag verður leikið um sæti á Norðurlandamóti U17 karla og leika bæði íslensku liðin um verðlaunasæti á mótinu.  Ísland og Danmörk leika til úrslita á mótinu en þjóðirnar mætast á Þórsvelli kl. 13:00.  Allir aðrir leikir um sæti hefjast kl. 11:00 og þeirra á meðal er leikur Íslands og Noregs sem hefst kl. 11:00, einnig á Þórsvelli.

Um sjöunda sætið á mótinu leika svo Færeyjar og Svíþjóð og fer sá leikur fram á Grenivíkurvelli.  Á sama tíma, eða kl. 11:00, leika svo England og Finnland á Akureyrarvelli en sá leikur er um fimmta sætið.

Árangur íslensku liðanna hefur verið virkilega góður á þessu móti og er fólk hvatt til þess að fjölmenna á vellina.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög