Landslið
Sportmyndir_30P7424

A karla - Landsliðshópurinn gegn Ungverjum

Vináttulandsleikur gegn Ungverjum ytra þann 10. ágúst næstkomandi

3.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 10. ágúst.  Leikið verður á Ferenc Puskas vellinum í Búdapest og hefst leikurinn kl. 17:45 að íslenskum tíma.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og eru þeir báðir markverðir.

Þetta er tíunda viðureign þjóðanna og hafa Ungverjar haft betur í sex leikjum en Íslendingar í þremur.  Þjóðirnar voru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2006 og höfðu Ungverjar þá betur í báðum leikjum, heima og úti, 3 - 2.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög