Landslið
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

NM U17 karla - Byrjunarlið Íslands hafa verið tilkynnt

Ísland 2 mætir Svíum og Ísland 1 leikur gegn Noregi

2.8.2011

Norðurlandamót karla U17 hefur göngu sína í dag og að þessu sinni er Ísland með tvö lið í mótinu.  Ísland 1 mætir Noregi kl. 16:00 á Þórsvelli en núna kl. 14:00 leikur Ísland 2 gegn Svíum.  Gunnar Guðmundsson stjórnar liði 1 en Freyr Sverrisson stjórnar liði 2.  Þeir hafa tilkynnt byrjunarlið sín og má sjá byrjunarlið Íslands 2 með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Ísland 2 - Svíþjóð

 

Byrjunarlið Ísland 1

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson

Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason

Miðverðir: Orri Sigurður Ómarsson og Hjörtur Hermannsson fyrirliði

Tengiliðir: Þórður Jón Jóhannesson, Oliver Sigurjónsson og Kristján Flóki Finnbogason

Hægri kantur: Ævar Ingi Jóhannesson

Vinstri kantur: Páll Olgeir Þorsteinsson

Framherji: Stefán Þór Pálsson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög