Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Leikið gegn Þjóðverjum kl. 12:00

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt

31.7.2011

Þorlákur Árnasons, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í leik um 3. sætið í úrslitakeppni U17 kvenna sem fram fer í Nyon.  Leikið verður gegn Þjóðverjum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Hægt að fylgjst með textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
Hægri bakvörður: Guðrún Arnardóttir
Vinstri bakvörður: Svava Tara Ólafsdóttir
Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir
Tengiliðir: Hildur Antonsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Sandra María Jessen
Hægri kantur: Telma Þrastardóttir
Vinstri kantur: Eva Núra Abrahamsdóttir
Framherji: Guðmunda Brynja Óladóttir
 
Þjóðverjar, sem margir töldu sigurstranglegasta liðið fyrir keppnina, biðu lægri hlut gegn Frökkum í undanúrslitum eftir dramatíska vítaspyrnukeppni.  Það bíður því erfitt verkefni hjá íslensku stelpunum sem eru óþreyjufullar að fá að leika eftir viðureignina gegn Spánverjum.

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög